Norræna félagið ásamt Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum og Sænska sendiráðinu
standa fyrir Sænsk-íslensku viðburðarári 2024–2025, sjá https://www.norden.is/dagskra
Tilefnið er að 30 ár eru liðin frá stofnun Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins en hann var
gjöf sænsku ríkisstjórnarinnar og þingsins til lýðveldisins Íslands árið 1994 í tilefni 50 ára
afmælis þess. Sjá meira á heimasíðu Norræna Félagsins.
Sænsk páskahátíð
Þetta var upphafið að Merkisárinu Svíþjóð-Ísland 2024. Við byrjuðum á því að vekja
athygli á hefðum tengdum sænsku páskahátíðinni þar sem við komum saman klædd
páskabúningum, föndrum páskadót og leitum að páskaeggjum.
Viðburðurinn vakti mikla athygli þar sem börn og fullorðnir mættu hjá Norræna félaginu
á Óðinsgötu. Margir mættu í hefðbundnum sænskum páskabúning (sv. Påskkärring).
Það er hefð að sænsk börn klæðist páskabúning á skírdegi og banki uppá í húsum með
páskakveðjur. Þessi hefð er svipuð og íslenski öskudagurinn. Börnin eru með skál og í
hana er sett nammi eða peningur þegar bankað er uppá.
Þegar föndrið var búið var skellt í páskaeggjaleit en sænsku eggin eru ekki úr súkkulaði
heldur úr pappír og eru fyllt með nammi.
Þá var boðið upp á pollýönnuboð og að lokum var horft á kvikmynd Astrid Lindgren um
Lottu í Ólátagötu þar sem Lotta og systkini hennar klæðast páskabúningum.