Nafn Félagsins er Svenska Föreningen på Island (Sænska Félagið á Íslandi)
§ 2 Tungumál
Opinbert tungumál félagsins er Sænska
§ 3 Tilgangur
Tilgangur félagsins er að:
við notalegar aðstæður sameina Svía og aðra einstaklinga sem tala sænsku með tengingu og áhuga á Svíþjóð
gæta að, hlúa að og vernda og einnig upplýsa um sænskar hefðir og siði
ekki vera rekið sem arðbær starfsemi heldur er allur ágóði látinn renna til félagsmanna skv. ákvörðun ársfundar eða stjórnar félagsins
Aðild að félaginu fær sá sem uppfyllir skilyrðin með tilgangi félagsins og einnig fjölskylda viðkomandi
§ 5 Félagsfundir
Félagið skal árlega halda a.m.k. 3 félagsfundi og þar af er einn þeirra ársfundur. Félagsfundir geta verið af öðrum toga en skv. tilgangi félagsins
§ 6 Félagsgjöld
Félagsgjald er eitt gjald á hvert heimili. Ársfundur ákveður upphæð félagsgjaldsins
§ 7 Atkvæðaréttur
Atkvæðarétt í félaginu hafa allir sem hafa borgað félagsgjald en aðeins einn á hverju heimili hefur atkvæðarétt og einnig hafa heiðursmeðlimir atkvæðarétt
§ 8 Lög
Lög félagsins eru ákveðin á ársfundi. Tillögur að breytingum á lögum félagsins skulu ákveðnar á tveimur ársfundum í röð, þar af skal einn ársfundur vera venjulegur ársfundur. Þessar ákvarðanir að breytingum á lögum félagsins skulu gerðar með 2/3 meirihluta fundar
§ 9 Stjórn
Stjórn félagsins er æðsta úrskurðarvald félagsins milli ársfunda . Stjórnin samanstendur af formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera sem eru valdir á ársfundi í tvö ár, einnig 2 stjórnarmeðlimir og tveir varamenn sem ársfundur velur til tveggja ára. Stjórnin skal árlega halda a.m.k. 6 fundi með fundarskráningu og eru ákvarðanir afgerandi ef a.m.k. 3 stjórnarmenn með atkvæðisrétt eru viðstaddir
Ákvarðanir stjórnar eru teknar með einföldum meirihluta og hefur formaður endanlegt atkvæði.
Við sérstök verkefni getur stjórnin fengið til sín einn eða fleiri félagsmenn til samstarfs/adjungerad. Samstarfsmaður hefur ekki atkvæðarétt
§ 10 Ársfundur
Ársfundur er æðsta úrskurðarvald félagsins og skal haldinn í Febrúarmánuði. Tilkynning um ársfund á að senda út a.m.k.. mánuði fyrir fundinn. Eftirfarandi dagskrá á að fylgja á ársfundi
Fundur settur
Kosning fundarstjóra
Kosning ritara fundar
Kosning þess sem telur atkvæði
Ákvörðun kjörskrár
Samþykkt þeirra sem eru með umboð
Starfsemis skýrsla
Fjárhagsskýrsla
Tillögur stjórnar að starfsemisáætlun fyrir næsta starfsár félagsins
Tillaga stjórnar að fjárhagsáætlun næsta starfsemis ár
Félagsgjald fyrir næsta starfsemis ár
Skýrsla endurskoðanda
Stjórnarmeðlimir virtir ábyrgð
Val af
Formanni í tvö ár (ójöfn ár)
varaformanni í tvö ár (jöfn ár)
ritara í tvö ár (ójöfn ár)
gjaldkera í tvö ár (jöfn ár)
tveir stjórnarmeðlimir í eitt ár
tveir varamenn í eitt ár
endurskoðandi í eitt ár
Lög
Heiðursmeðlimir
Aðrar spurningar
Ársfundi slitið
§ 11 Auka ársfundur
Auka ársfund er hægt að halda að tillögu stjórnar, þegar bókarinn krefst auka fundar eða þegar a.m.k. ¼ af félagsmönnum krefst þess. Í köllun til auka ársfundar sem á að tilkynna a.m.k. mánuði fyrir fundinn á að koma fram hvað á að ræða á fundinum.
Auka ársfundur þar sem ekki er hægt að taka ákvörðun í öðrum erindum en þeim sem er sagt til um í tilkynningu til auka ársfundar getur í fyrsta lagi verið haldinn tveimur mánuðum eftir vanalegan ársfund
§ 12 Heiðursmeðlimir
Stjórn félagsins getur gefið tillögur að heiðursmeðlimum sem hafa þjónað tilagangi félagsins vel , árfundur greiðir atkvæði um heiðursmeðlim
§ 13 Endurskoðandi
Ársfundur félagsins velur endurskoðanda sem á að fara yfir bókhald félagsins og skráningu og einnig skila skýrslu endurskoðanda a.m.k. 14 dögum fyrir ársfundinn
§ 14 Útilokun
Hægt er að útiloka félagsmann úr félaginu sem talinn er hafa á alvarlegan hátt skaðað félagið eftir ákvörðun á ársfundi. Meðan beðið er eftir ákvörðun ársfundar getur stjórnin ákveðið að útiloka félagsmann. Félagsmaður sem hefur ekki borgað félagsgjald síðustu 3 árin verður sjálfkrafa vísað úr félaginu. Ný aðild að félaginu fæst með því að borga félagsgjald og vanskilagjöld
§ 15 Upplausn
Hægt er að leysa upp félagið með því að ákveða það á tveimur ársfundum sem haldnir eru í röð og þarf annar þeirra að vera vanalegur ársfundur. Eignir félagsins skiptast skv. ákvörðun sem tekin er á vanalega ársfundinum